Ferðaþjónusta muni taka aftur við sér

Lilja Alfreðsdóttir.
Lilja Alfreðsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er bjartsýn á að ferðaþjónustan muni aftur taka við sér þegar faraldrinum lýkur.

Hún segir það sérstakt gleðiefni að búist sé við afgangi af viðskiptajöfnuði á árinu, sem nemi um 2% af landsframleiðslu, þrátt fyrir þau áföll sem dunið hafa á að undanförnu.

Í aðsendri grein Lilju, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, kemur fram að sökum þess að samdráttur á þjónustujöfnuði er bæði í inn- og útflutningi myndast minni halli en ætla mætti af tekjufalli ferðaþjónustunnar.

„Ferðaþjónustan mun taka við sér og skapa aftur mikil verðmæti, en framtíðarverkefni stjórnvalda er að fjölga stoðunum undir útflutningstekjum þjóðarinnar og tryggja að hagkerfið þoli betur áföll og tekjusamdrátt í einni grein,“ segir Lilja í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í  gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert