Tvö sambærileg mál fari á borð landlæknis

Höfuðstöðvar Krabbameinsfélagsins.
Höfuðstöðvar Krabbameinsfélagsins. mbl.is/Árni Sæberg

Tveimur málum, sem þykja sambærileg máli konu sem fékk ranga niðurstöðu úr leghálsskimun árið 2018 og er nú með ólæknandi krabbamein, verður vísað til landlæknis á næstu dögum. 

Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar sem hyggst nú fara í skaðabótamál við Krabbameinsfélag Íslands, segist hafa fengið um 20 fyrirspurnir vegna hugsanlega rangra niðurstaðna úr leghálsskimunum og er með fimm mál til meðferðar. Tveimur málum verður vísað til landlæknis á næstu dögum. Annað þeirra varðar konu sem fór í krabbameinsskimun 2013 sem gaf tilefni til frekari skoðunar sem ekki var gerð. Er konan nú látin. Konan sem hitt málið varðar er einnig látin. 

Vísir greinir frá því að konurnar hafi farið í sýnatöku á árunum 2013 og 2016. Það gefi að mati Sævars tilefni til að beina rannsókn yfir lengra tímabil en Krabbameinsfélagið hefur talað um, en nú eru til endurskoðunar sýni kvenna sem fóru í leghálsskimun árið 2018. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert