Fylltist reiði yfir aðgerðum yfirvalda

Háaleitisskóli Ásbrú.
Háaleitisskóli Ásbrú. Ljósmynd/Ja.is

Skólastjóri Háaleitisskóla Ásbrúar segist hafa fyllst reiði vegna „þeirrar grimmdar og mannvonsku“ sem honum finnst felast í aðgerðum yfirvalda vegna brottvísunar egypskrar fjölskyldu frá Íslandi.

Hann segir á facebooksíðu sinni að aðgerðirnar brjóti á grundvallarmannréttindum barnanna.

Í færslunni rekur hann samskipti sín við börnin Rewindu og Abdalla, sem hafa stundað nám við Háaleitisskóla, er þau voru á leið í skimun fyrir Covid-19 þar sem sú fyrrnefnda sagðist ekki halda að hún kæmi í skólann á morgun.

mbl.is