Slapp ómeiddur þegar kraninn fór á hliðina

Slökkvilið Akureyrar var kallað út vegna kranans.
Slökkvilið Akureyrar var kallað út vegna kranans. mbl.is/Þorgeir

Stór slippkrani fór á hliðina í slippnum á Akureyri í dag. Slökkvilið var kallað út vegna atviksins, en talsverðar skemmdir urðu á krananum og skúr og viðlegukanti við hann. 

Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á Akureyri var stjórnandi kranans í honum þegar hann fór á hliðina. „Kraninn skemmdist en maðurinn sem var í honum gekk ómeiddur frá, hann hefur sloppið mjög vel,“ segir varðstjóri. 

Atvikið verður skoðað af Vinnueftirlitinu. 

Ekki liggur fyrir hvað olli því að kraninn fór á hliðina. 

„Hann var að hífa farg, við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist. Hann byrjaði að síga og þá reyndi hann að bjarga því sem bjargað varð, en kraninn bara vann ekki hraðar,“ segir varðstjóri.

mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert