Annar öflugur skjálfti

Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti, 4 að stærð, varð á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu upp úr klukkan 17 í dag.

Samkvæmt vefsíðu Veðurstofu Íslands voru upptök skjálftans 6,9 km suðaustur af Flatey.

Fylgdi hann í kjölfar enn stærri skjálfta sem varð laust fyrir klukkan 15 í dag en hann mældist 4,6 að stærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina