Disney+ í boði á Íslandi

AFP

Disney+, streymisveita The Walt Disney Company, hóf starfsemi á Íslandi í dag. Fréttatilkynning þar að lútandi var send á fjölmiðla í dag. Þar kemur fram að auk Íslands verður veitan í boði í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Belgíu, Lúxemborg og Portúgal.

Í tilkynningu kemur fram að yfir 500 kvikmyndir og þúsundir sjónvarpsþáttaraða frá Disney, Pixar, Marvel, Star Wars, National Geographic og fleirum séu í boði á Disney+. Alls séu yfir 60 milljónir áskrifenda að streymisveitunni í heiminum. 

Áskrift kostar 6,99 evrur á mánuði og ársáskrift 69,99 evrur. Það svarar til 1.118 krónum og 11.198 krónum. Nánari upplýsingar má finna á disneyplus.com.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert