„Fyrst lítið högg og síðan öflugt högg“

Skjálftarnir voru snarpir samkvæmt lýsingum íbúa Húsavíkur.
Skjálftarnir voru snarpir samkvæmt lýsingum íbúa Húsavíkur. mbl.is

Jarðskjálfti sem varð á Húsavíkur-Flateyjarmisgengi af stærðinni 4,6 kom í kjölfarið á litlum eftirskjálfta og fundust báðir vel á vinnustað fréttaritara mbl.is, Hafþórs Hreiðarssonar.

„Fyrst kom lítið högg og síðan nokkuð öflugt högg,“ segir Hafþór í samtali við mbl.is.

„Ég sat bara hér á vinnustaðnum og síðan komu allt í einu þessi högg. Maður gat greinilega fundið þetta en þetta stóð ekki lengi yfir. Flestir á vinnustaðnum fundu fyrir þessu en það datt ekkert úr hillum hérna eða slíkt,“ segir Hreiðar.

Starfsmaður í matvöruverslun í bænum segir í samtali við mbl.is að ekkert tjón hafi orðið í versluninni og í mesta lagi hafi mögulega einn kexpakki dottið úr hillu. Þó hafi skjálftarnir fundist greinilega.

mbl.is