Vara við byljóttum vindi

Á norðanverðu Snæfellsnesi verður vindur byljóttur og hviður allt að …
Á norðanverðu Snæfellsnesi verður vindur byljóttur og hviður allt að 35 m/s frá kl. 11 til 20 á morgun. mbl.is/RAX

Veðurstofa og Vegagerðin vara við byljóttum vindi um landið vestanvert á morgun, einkum á norðanverðu Snæfellsnesi. 

„Skil nálgast landið úr vestri á morgun og verða yfir landinu síðdegis með sunnanhvassviðri og rigningu. Hvassast um landið vestanvert, einkum á norðanverðu Snæfellsnesi og á miðhálendinu með hvössum vindstrengjum við fjöll. Varhugavert fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og útivistafólk,“ segir í athugasemdum veðurfræðings. 

Gular veðurviðvaranir eru í gildi fyrir morgundaginn á Vestfjörðum, miðhálendi og Breiðafirði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert