75 þúsund skammtar af bóluefni í boði

Mynd úr safni af bólusetningu.
Mynd úr safni af bólusetningu. mbl.is/​Hari

Umtalsvert fleiri skammtar af bóluefni gegn árlegri inflúensu verða í boði í haust en síðustu ár. Undirbúningur bólusetningar gegn inflúensunni er í fullum gangi en inflúensan er væntanleg upp úr áramótum, að sögn Kjartans Hreins Njálssonar, aðstoðarmanns landlæknis. 

„Bóluefnið verður tilbúið til dreifingar í byrjun október og við búumst við inflúensunni upp úr áramótum. Það er erfitt að segja hver eftirspurnin eftir bóluefninu verður. Hún gæti orðið meiri en venjulega. Rúmlega 75 þúsund skammtar verða hér á boðstólum sem er umtalsvert meira en undanfarin ár,“ segir Kjartan í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert