„Búðu til pláss í hjartanu þínu!“

„Búðu til pláss í hjartanu þínu!“ þrumaði söngkonan Magga Stína á mótmælunum á Austurvelli í gær þegar hún flutti ljóð Braga Valdimars Skúlasonar sem hann orti vegna fyrirhugaðrar brottvísunar Kehdr-fjöl­skyld­unn­ar frá Egyptalandi.

Skilaboðin sem heyrðust á Austurvelli voru af ýmsum toga. Kallað var eftir mennsku frá ráðherra og þá var áhrifamikið þegar hópurinn, sem taldi einhver hundruð, söng „Sofðu unga ástin mín“. 

mbl.is var á staðnum og í myndskeiðinu má fá tilfinningu fyrir andrúmsloftinu á Austurvelli í gær. 

Flytja átti fjölskylduna af landi brott snemma í morgun en nýjustu fregnir herma að það hafi ekki tekist.

mbl.is

Bloggað um fréttina