Lögreglumenn skrifuðu undir kjarasamning

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að störfum.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landssamband lögreglumanna skrifaði síðdegis í dag undir nýjan kjarasamning við samninganefnd ríkisins.

Viðræður hafa staðið lengi yfir með hléum, að því er segir í tilkynningu.

Undirritunin fór fram í húsnæði ríkissáttasemjara. Samningurinn er að fullu afturvirkur til 1. apríl 2019 þegar fyrri kjarasamningur rann út. 

Stjórn LL hefst nú handa við að vinna kynningarefni fyrir félagsmenn en samningurinn verður bæði kynntur með rafrænum hætti og á fundum, eftir því sem aðstæður leyfa, í næstu viku.

Rafræn kosning um kjarasamninginn fer fram þegar hann hefur verið kynntur félagsmönnum.

Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formaður BSRB, sagði í síðasta mánuði að semja verði við Land­sam­band lög­reglu­manna taf­ar­laust. Hún sagði að ríkið ætti að sjá sóma sinn í því að semja við lög­reglu­menn og veita þeim sömu kjör og öðrum hef­ur verið veitt. Landssamband lögreglumanna var eina aðild­ar­fé­lag BSRB sem enn var samn­ings­laust

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert