Rækta litskrúðugt kál á Flúðum

Litskrúðugt grænmeti og kál.
Litskrúðugt grænmeti og kál. mbl.is/Helgi Bjarnason

Garðyrkjubændurnir á Melum á Flúðum leggja sig eftir ræktun á káli í ýmsum litaafbrigðum. Þar á meðal er appelsínugult og fjólublátt blómkál, rautt grænkál og fjólublátt spergilkál. Þá rækta þau toppkál sem er afbrigði af hvítkáli en öðruvísi að lögun, eins og heitið gefur til kynna.

„Ég geri þetta mikið fyrir búðina. Við seljum þetta þar en það sem er umfram það fer í bæinn, í sérverslanir geri ég ráð fyrir,“ segir Guðjón Birgisson á Melum.

Í umfjöllun um ræktunina í Morgunblaðinu í dag segir hann að yfirleitt sé svipað bragð af litskrúðuga kálinu og grænum systkinum þess. Þó séu sumar tegundir bragðsterkari vegna þess að þær hafi haft lengri tíma til að vaxa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »