Tækjadrasl við grenndargáma

Papparusl við grenndargámana við sundlaugarnar í Laugardal í gærmorgun.
Papparusl við grenndargámana við sundlaugarnar í Laugardal í gærmorgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrirferðarmikla hluti sem eiga ekkert erindi í grenndargáma á höfuðborgarsvæðinu er oft að finna við gámana.

Þegar verktakar á vegum Sorpu koma til að tæma gámana hafa þeir meðal annars rekist á bílhræ, bílvélar, eldavélar og önnur raftæki, rúm, sófasett, innréttingar og ruslapoka með blönduðum efnum, að því er fram kemur um hegðan þessa í Morgunblaðinu í dag.

Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva hjá Sorpu, segir að umgengni sé ágæt á meginþorra grenndarstöðva, en nokkrar stöðvar þurfi mikla þjónustu og þurfi að hreinsa frá þeim daglega. Því miður dragi fólk oft hluti inn á þessar stöðvar sem eigi alls ekki heima þar og komist engan veginn í gámana. Nóg pláss sé hins vegar á endurvinnslustöðvunum.

Í síðustu viku voru grenndargámar á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi fjarlægðir vegna slæmrar umgengni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »