Um 700 minni eftirskjálftar

Um 700 minni eftirskjálftar hafa verið á svæðinu.
Um 700 minni eftirskjálftar hafa verið á svæðinu. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

Um 700 minni eftirskjálftar hafa verið á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu síðan stórir skjálftar gengu yfir svæðið í gær.

Þetta segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

„Við metum það þannig að á meðan svona skjálftahrina er í gangi þá eru alltaf auknar líkur á stærri skjálfta. Á meðan við erum enn að staðsetja svona mikið af minni eftirskjálftum þá er þessi hrina enn í gangi.“

Hann segir að sama staða sé í dag og var í gær; ennþá séu líkur á stærri skjálfta, en erfitt er að segja til um hvort eða hvenær.

„Við erum núna að reyna að leggja áherslu á að fólk á svæðinu sé meðvitað um þetta og hugi að forvörnum gegn jarðskjálftum, meðal annars með því að huga að innanstokksmunum og lausamunum á heimilum sínum,“ segir Einar.

mbl.is