Vann tvær milljónir króna

Víkingalottó.
Víkingalottó.

Einn heppinn spilari var með fimm réttar jókertölur í réttri röð í Víkingalottóinu hér á landi í kvöld og hlýtur hann fyrir vikið tvær milljónir króna.

Enginn var með allar tölurnar réttar en í pottinum voru um 495 milljónir króna. Enginn hlaut heldur annan og þriðja vinning.

Fjórir voru með fjórar réttar jókertölur í réttri röð og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vasann. Þrír miðanna voru keyptir á Lotto.is og einn á Lottó-appinu.

Vinningstölurnar: 5-8-14-20-29-43

Víkingatalan: 4

Jókertölurnar: 9-5-6-4-6

mbl.is