Verkfæraþjófnaður víða

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum …
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti. mbl.is/Hari

„Það eru þjófnaðir víða á verkfærum – alls staðar þar sem byggingasvæði eru,“ segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Tilefni samtals blaðamanns og Guðmundar er umræða um stolin verkfæri inni á hverfahóp íbúa hverfis í Reykjavík á Facebook. Guðmundur segir að verkfæraþjófnaður hafi ekki aukist undanfarið en mikið sé um þjófnað á verkfærum almennt. 

Þá sé oft um að ræða verkfæri í lokuðum herbergjum í nýbygginum eða verkfæri sem geymd hafa verið í bifreið yfir nótt. Guðmundur jánkar því að stundum reynist erfitt að finna þjófana. 

„En svo leysast oft mörg mál í einu – þegar við stoppum einhvern í umferðinni sem er á stolnum bíl með stolnum númeraplötum þá leysast nokkur mál í einu.“

Guðmundur vill brýna það fyrir verktökum og öðrum verkfæraeigendum að læsa verkfæri nógu vel inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert