Vill að máli gegn Jóni verði vísað frá

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson.

Verjandi Jóns Baldvins Hannibalssonar fór fram á það við þingfestingu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að ákæru á hendur honum yrði vísað frá dómi. Frávísunarkrafan byggist á því að meint brot hafi átt sér stað á Spáni, utan lögsögu íslenskra yfirvalda.

Þetta kemur fram á vef Rúv. 

Þar segir jafnframt að hvorki Jón Baldvin né Carmen Jóhannsdóttir, sem kærði Jón, hafi verið viðstödd þingfestinguna í morgun. Haft er eftir Vilhjálmi Vilhjálmssyni, verjanda Jóns, að hann væri fjarverandi vegna persónulegra aðstæðna.

Loks segir að frávísunarkrafan byggist á 5. grein almennra hegningarlaga sem fjalli um lögsögu og hvenær refsa skuli samkvæmt íslenskum lögum. Þá mun málflutningur vegna frávísunarkröfunnar fara fram 30. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert