Ögurstund hjá Icelandair

Á ögurstundu freistar Icelandair þess að afla að lágmarki 20 milljarða króna í nýju hlutafé, til að tryggja áfamhaldandi rekstur eftir mikil áföll sökum faraldurs kórónuveirunnar.

Hlutafjárútboð félagsins hófst kl. níu í gærmorgun og klukkustund síðar steig Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í pontu á opnum kynningarfundi þar sem hann fór yfir stöðu félagsins og hvers fjárfestar megi vænta um framtíðarhorfur. Fámenni var á fundinum en hægt var að hlýða á kynningar um streymi.

Þrátt fyrir langan aðdraganda hefur farið hljótt um mögulega þátttöku í útboðinu og enginn stór fjárfestir steig fram fyrir skjöldu í gær og lýsti yfir áformum um kaup.

Öll spjót hafa beinst að lífeyrissjóðunum, sem í dag eru stærstu hluthafar félagsins. Samkvæmt heimildum blaðsins var víða fundað um málið í gær, en þegar eftir því var leitað vildu forsvarsmenn sjóðanna ekki tjá sig um áform sín eða mögulega þátttöku í útboðinu.

Greinendum kemur saman um að fjárfesting í Icelandair sé áhættusöm þar sem mikil óvissa ríkir í alþjóðlegum flugrekstri, en benda á að verð bréfanna sé hagstætt og ávöxtunin gæti reynst góð ef allt fer á besta veg, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »