21 innanlandssmit og tveir á sjúkrahúsi

Frá greiningu sýna á sýkla- og veirufræðideild Landspítala.
Frá greiningu sýna á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

21 inn­an­lands­smit greindiust í gær, 19 á sam­eig­in­legri deild sýkla- og veiru­fræðideild­ar Land­spít­al­a og Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar (ÍE), eitt í ann­arri skimun ÍE og eitt í sóttkvíar- og handahófsskimunum. Sjö þeirra sem greind­ust voru í sótt­kví við grein­ingu en 14 utan sóttkvíar.

Tveir eru inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 en í gær lá einn á sjúkrahúsi.

Þrjú smit greind­ust við landa­mæra­skimun. Mótefnamælingar er beðið öllum tilvikum. Þrjú þeirra fjögurra smita sem greindust við landamærin á fimmtudag reyndust virk.

Sam­tals eru nú 793 í sótt­kví og fjölgar þeim um tæplega 200 á milli daga. 108 eru í einangrun og fjölgar þeim um 24 á milli daga. 2.002 eru í skimun­ar­sótt­kví en þeim fækkar um 120 á milli daga.

998 sýni voru tek­in á sam­eig­in­legri deild sýkla- og veiru­fræðideild­ar Land­spít­al­ans og ÍE í gær, 1.649 sýni í ann­arri skimun ÍE, 457 í sóttkvíar- og handahófsskimun og 905 sýni í fyrri og seinni landamæraskimun. 

mbl.is