Allir í sóttkví sem fóru í ræktina á Akranesi

Líkamsræktarsal á Jaðarsbökkum á Akranesi hefur verið lokað um óákveðinn tíma eftir að einstaklingur greindist með Covid-19 í bænum en hann stundaði líkamsrækt í salnum síðastliðinn þriðjudag.  

Fyrirmæli smitrakningarteymis er að allir sem sóttu líkamsræktina sem iðkendur umræddan dag þurfa að fara í sóttkví til og með þriðjudeginum 22. september, að því er segir í tilkynningu.

Viðkomandi losnar úr sóttkví í framhaldinu þegar hann hefur farið í skimun og fengið neikvæða niðurstöðu.

mbl.is