Færi ekki út án hans eða í líkpoka

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.isÓmar Óskarsson

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í þriggja ára og fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir heimilisofbeldi gagnvart eiginkonu sinni.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð konunnar með ofbeldi og hótunum. Einnig fyrir að hafa þann 12. apríl 2018 á þáverandi heimili þeirra kýlt með krepptum hnefa í hönd hennar þar sem hún hélt á farsíma svo að hendur þeirra beggja skullu í andliti hennar. Því næst slegið eiginkonu sína með flötum lófa á vinstri kinn, í framhaldinu brotið tvo kertastjaka í eigu hennar, komið í veg fyrir för hennar út úr íbúðinni með því að meina henni ítrekað að standa upp úr sófa, ítrekað ýtt  niður í sófann og hótað því að hún fær ekki út án hans eða í líkpoka.

Játaði sök

Maðurinn játaði fyrir dómi það sem honum var gefið að sök í ákærunni. Með brotinu rauf hann þriggja ára skilorðsbundinn hluta dóms frá 20. júlí 2015.

Við ákvörðun refsingar og skilorðsbindingar var m.a. tekið tillit til þess að rúm tvö eru liðin frá brotið var framið og beiðni eiginkonunnar um að ákærða yrði gerð vægasta refsing sem unnt væri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert