Heildarfjáreignir heimilanna jukust um 10%

Fjáreignir heimilanna stóðu í rúmlega 7.962 milljörðum króna í lok …
Fjáreignir heimilanna stóðu í rúmlega 7.962 milljörðum króna í lok síðasta árs. mbl.is

Fjáreignir heimilanna stóðu í rúmlega 7.962 milljörðum króna og fjárskuldir í 2.294 milljörðum í lok ársins 2019, sem nam 268% og 77% af vergri landsframleiðslu (VLF). Heildarfjáreignir jukust um rúmlega 10% á meðan skuldir hækkuðu um rúmlega 6% á milli áranna 2018 og 2019.

Heildarfjáreignir innlendra aðila námu 27.881 milljarði króna við árslok 2019 samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum fjármálareikninga, eða sem nemur tæpum 939% af VLF.

Heildarfjárskuldbindingar námu 27.363 milljörðum eða 921% af VLF, að því er Hagstofa Íslands greinir frá.

Hrein fjáreign innlendra aðila var því jákvæð um 518 milljarða króna í lok árs 2019 en var jákvæð um 106 milljarða króna árið áður.

Heildarfjáreignir fyrirtækja annarra en fjármálafyrirtækja námu um 3.216 milljörðum króna og lækkuðu um 5,7% frá árinu 2018, en fjárskuldir stóðu í 6.903 milljörðum og lækkuðu um 1,8% á milli ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert