Kröpp lægð fer yfir landið um helgina

mbl.is/Styrmir Kári

Um helgina er útlit fyrir rysjótt og vætusamt veður, einkum á sunnudag en þá er því spáð að kröpp lægð fari yfir landið með hvassviðri eða stormi og mikilli rigningu. Í kjölfar lægðarinnar kólnar og má jafnvel búast við snjókomu norðan heiða á mánudag.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings. 

„Þetta er lægð sem á að eig­in­lega æða yfir landið en það er erfitt að segja núna hversu lengi hún mun standa,“ sagði Har­ald­ur Ei­ríks­son, veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is í gærkvöldi.

Hann vænti þess þá að veðurviðvaranir yrðu gefnar út snemma í dag.

Austfirðingar og nágrannar þeirra geta þó notið lognsins á undan storminum en á austanverðu landinu verður léttskýjað og sæmilega hlýtt í dag. Vestan til verður skýjað og lítils háttar væta með köflum, en vaxandi sunnanátt og rigning seint í kvöld.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert