Kynna nýtt hverfi

Bæjarbúar mættu í Hof og kynntu sér nýja Holtahverfið, ofan …
Bæjarbúar mættu í Hof og kynntu sér nýja Holtahverfið, ofan við smábátahöfnina í Sandgerðisbót. mbl.is/Margrét Þóra

„Við erum ánægð með viðtökur, þátttaka á kynningarfundi og göngu var mikil og við merkjum að fólk almennt er spennt fyrir þessu nýja íbúðasvæði. En eins og títt er þegar eitthvað nýtt kemur fram eru skoðanir skiptar og þeir eru vissulega til sem telja svæðið ekki vel til þess fallið að byggja á því íbúðir.“

Þetta segir Pétur Ingi Haraldsson, sviðsstjóri skipulagssviðs Akureyrarbæjar, í Morgunblaðinu í dag. Áform eru uppi um nýja íbúðabyggð norðaustan við Krossanesbraut, ofan við smábátahöfnina í Sandgerðisbót.

Þar stendur til að byggja allt að 280 íbúðir í blandaðri byggð fjölbýlishúsa, raðhúsa, parhúsa og einbýlishúsa. Með því er verið að taka ónotuð svæði innan núverandi byggðar og skipuleggja þau.

„Skipulag þessa nýja íbúðahverfis hefur verið í vinnslu frá árinu 2017 en við erum núna að kynna drög að tillögu um þetta svæði,“ segir Pétur Ingi. Bæjarbúum gafst kostur á að kynna sér drögin í Menningarhúsinu Hofi en þar var tillagan sett fram á myndrænan og aðgengilegan hátt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »