Smitaður starfsmaður CCP var á Irishman Pub

Frá höfuðstöðvum CCP í Vatnsmýrinni.
Frá höfuðstöðvum CCP í Vatnsmýrinni.

Starfsmaður CCP greindist smitaður af kórónuveirunni í gær. Viðkomandi fór á Irishman Pub síðastliðinn föstudag en eins og áður hefur verið greint frá má rekja nokkur þeirra smita sem greinst hafa síðustu daga þangað. Vegna smitsins hafa átta aðrir starfsmenn verið skimaðir og sendir í sóttkví. 

RÚV greinir frá þessu.

Frekari smitrakning er í vinnslu. Hinn smitaði var ekki í návígi við marga starfsmenn, að því er RÚV hefur eftir Sigurði Stefánssyni, fjármálastjóra CCP. Allir starfsmenn fyrirtækisins vinna nú að heiman þar til annað verður ákveðið. 

Eins og mbl.is greindi frá í morgun verður öllum krám og skemmtistöðum lokað frá og með deginum í dag en lokunin gildir til og með þriðjudegi. Sóttvarnalæknir sagði í samtali við mbl.is í dag að skemmtistaðir virtust vera „þungamiðja smitanna“. Mikill fjöldi smita hefur greinst hérlendis á síðustu dögum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert