Starfsmenn Isavia í sóttkví

Málið tengist ekki Reykjavíkurflugvelli né Keflavíkurflugvelli og ekki viðkvæmri starfsemi …
Málið tengist ekki Reykjavíkurflugvelli né Keflavíkurflugvelli og ekki viðkvæmri starfsemi Isavia. mbl.is/Hallur Már

Starfsmenn Isavia á höfuðborgarsvæðinu hafa verið sendir í sóttkví eftir að hafa átt samskipti við einstakling sem reyndist smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is.

Guðjón segir að utanaðkomandi aðili hafi komið inn á starfsstöð Isavia á höfuðborgarsvæðinu og að þeir starfsmenn sem hafi átt í samskiptum við hann séu nú komnir í sóttkví. Hann segir rakningarteymið vera komið í málið en ekki sé ljóst nákvæmlega hversu marga starfsmenn um er að ræða.

Hann tekur fram að málið tengist hvorki Reykjavíkurflugvelli né Keflavíkurflugvelli og ekki viðkvæmri starfsemi Isavia.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert