Stoðdeild að ræða næstu skref

Börnin í egypsku fjölskyldunni sem senda átti úr landi á …
Börnin í egypsku fjölskyldunni sem senda átti úr landi á miðvikudag. Ljósmynd/Sema Erla Serdar

Leit hefur ekki enn verið hafin að egypsku fjölskyldunni sem vísa átti úr landi á miðvikudag. Málið er enn óbreytt frá því í gær samkvæmt Jóhanni K. Jóhannssyni, samskiptastjóra ríkislögreglustjóra. Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur mál fjölskyldunnar á sínu borði og er verið að ræða næstu skref að sögn Jóhanns.

Mál egypsku fjölskyldunnar hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið en lögmaður fjölskyldunnar hefur ítrekað sagt að málsmeðferðartími fjölskyldunnar sé ekki mannúðlegur. Þau hafi komið hingað til lands fyrir rúmum tveimur árum og því sé ótækt að vísa þeim úr landi í ljósi þess hve vel þau hafa aðlagast íslensku samfélagi, sér í lagi börnin í fjölskyldunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert