Þarf ekki að verða verðbólguvaldur

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir aukið peningamagn ekki gefa tilefni til að óttast verðbólguskot.

Þvert á móti hafi tengslin milli aukins peningamagns og verðbólgu verið dregin í efa á síðustu árum. Áður hafi margir talið þau sterk.

„En ef við förum að taka þessu af of mikilli léttúð er ekki hægt að útiloka að þetta læðist aftan að okkur. Sem betur fer erum við í bili ekki komin inn á sérstakar hættubrautir,“ segir Jón Bjarki.

Peningamagn sem hlutfall af landsframleiðslu jókst úr 66,3% í desember sl. í 75,2% í júlí. Það var mun hærra 2008 og 2009, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert