Aflýstum ferðum snarfjölgar í Keflavík

Tómlegt um að litast í Leifsstöð.
Tómlegt um að litast í Leifsstöð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frá 19. ágúst síðastliðnum hafa komur flugvéla til Keflavíkur verið að meðaltali 12 á dag, sem er 40% fækkun frá því sem hafði verið dagana á undan í ágústmánuði.

Sléttur mánuður er nú liðinn frá því að reglur um tvöfalda skimun komufarþega tóku gildi í Leifsstöð. Síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina í millilandaflugi og flugferðum fækkað jafnt og þétt.

Til marks um það má nefna að fyrstu þrjá dagana í ágúst voru 111 komur auglýstar til Keflavíkur en 46 þeirra var aflýst. Icelandair á yfir 90% af aflýstum ferðum sem birtast á vef Isavia. Þar birtast þó ekki alltaf aflýstar ferðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert