Fólk kanni stöðu á trampólínum

Trampólín eiga það til að fjúka. Mynd úr safni.
Trampólín eiga það til að fjúka. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er eiginlega ekki á það bætandi að þurfa að fara að eltast við lausa muni ofan á hitt,“ segir í færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem íbúar eru beðnir að kanna stöðu á trampólínum og öðrum lausum munum utandyra.

Það hefur verið leiðindaveður á höfuðborgarsvæðinu í dag en þrátt fyrir það voru gular viðvaranir færðar niður um áhrifaflokk og líkindaflokk niður í grænar viðvaranir. Er það gert vegna þess að nú er spáð betra veðri en í gær.

Grænar viðvaranir falla úr gildi klukkustund eftir að þær eru gefnar út en nýjar viðvaranir verða gefnar út versni spár að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert