Græn viðvörun vegna veðurs

Vegna breytinga á spám til hins betra eru áhrifin af …
Vegna breytinga á spám til hins betra eru áhrifin af lægðinni orðin óveruleg. Mikil óvissa hefur þó verið varðandi dýpt og braut sunnudagslægðarinnar. Kort/Veðurstofa Íslands

Mikil óvissa er um braut og dýpt lægðarinnar sem kemur að og yfir landið á morgun, sunnudag. Nýjustu spár gefa til kynna mjög breytta lægðabraut og mikið grynnri lægð, og þar með betra veður en spáð var í gær. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

„Viðvaranir sem voru gefnar út í gær hafa því verið færðar niður bæði um áhrifaflokk og líkindaflokk. Grænar viðvaranir falla úr gildi klukkustund eftir að þær eru gefnar út. 

Við fylgjumst áfram mjög vel með braut lægðarinnar og því veðri sem hún veldur á landinu. Ef spár versna aftur verða viðvaranir gefnar út að nýju. Eigi fólk mikið undir veðri á morgun er nauðsynlegt að fylgjast vel með framvindunni.“

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert