Límmiðar kostuðu fjórar milljónir

Pappírsgámur. Árlega fara þúsundir tonna utan í endurvinnslu
Pappírsgámur. Árlega fara þúsundir tonna utan í endurvinnslu mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Það kostaði Reykjavíkurborg tæpar fjórar milljónir króna að útbúa límmiða þar sem íbúum var gefinn kostur á að afþakka fjöldapóst.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram fyrirspurn um málið á fundi ráðsins 20. ágúst sl. Svar umhverfis- og skipulagssviðs var lagt fram á borgarráðsfundi á fimmtudaginn.

Í svarinu kemur fram að hönnun á límmiðum hafi kostað 76 þúsund krónur og prentun 3.870.000 krónur. „Nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur sáu um dreifingu á miðunum þar sem dreifingaraðili hafnaði að dreifa þeim þegar efni þeirra var ljóst. Til samanburðar er kostnaður við hirðu og endurvinnslu á efni sem safnað er með bláu tunnunni í Reykjavík áætlaður 157 milljónir króna árið 2020,“ segir í svarinu.

Jafnframt kemur fram að tillaga um dreifingu miðanna hafi verið samþykkt á fundi umhverfis- og heilbrigðisráðs 16. október 2019, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert