Nafngreina staði ef þörf er á

Þórólfur Guðnason og Þórólfur Guðnason sáu um upplýsingafund almannavarna í …
Þórólfur Guðnason og Þórólfur Guðnason sáu um upplýsingafund almannavarna í dag. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Yfirvöld munu héðan í frá greina frá nöfnum staða ef sýnt þykir að það muni aðstoða við að koma í veg fyrir útbreiðslu smita hjá einstaklingum sem hafa verið útsettir fyrir COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalækni.

Um þriðjungur nýrra smita hefur verið rakinn til skemmtistaða en Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn greindi frá því á upplýsingafundi fyrr í dag að yfirvöld teldu sig ekki hafa heimild til að nafngreina staðina.

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, sagði í samtali við RÚV að ekkert í lögum um persónuvernd kæmi í veg fyrir það.

Mjög óljós tenging við aðra staði

Í tilkynningunni kemur fram að tveir veitingastaðir í miðbæ Reykjavíkur hafi tilkynnt að viðskiptavinir sem sóttu staði þeirra föstudagskvöldið 11. september, á milli klukkan 16 og 23, hafi verið útsettir fyrir smiti. Staðirnir eru BrewDog Reykjavik og Irishman Pub

Aðrir veitingastaðir sem hafa verið til skoðunar hjá smitrakningateyminu hafi það óljósa tengingu við tilfelli að ekki þykir ástæða til að rekja frekar útsetta einstaklinga í tengslum við þá.

Þarf að vega og meta í hvert skipti

„Í hvert og eitt skipti, þar sem mörg smit koma upp í tengslum við einn stað, þarf að meta hvort það þjóni hagsmunum í baráttunni við veiruna að kalla stóran hóp viðskiptavina í sýnatöku, þá sérstaklega þegar álagið í smitrakningu er jafn mikið og það er þessa stundina. Eigendur veitinga- og skemmtistaða hafa unnið náið með smitrakningarteyminu.

Eftirleiðis munu almannavarnadeild og sóttvarnalæknir greina frá nöfnum staða ef sýnt þykir að það muni aðstoða við að kveða niður dreifingu smita hjá einstaklingum sem hafa verið útsettir fyrir Covid-19,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert