Þrefalt fleiri umsóknir um vsk

Ekki hefur áður verið endurgreiddur virðisaukaskattur vegna vinnu við bílaviðgerðir
Ekki hefur áður verið endurgreiddur virðisaukaskattur vegna vinnu við bílaviðgerðir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is

Skatturinn hefur fengið nærri þrefalt fleiri umsóknir um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra. Borist hafa yfir 6.500 umsóknir vegna viðgerða á bílum.

Vegna þessa mikla fjölda umsókna hefur afgreiðslutími lengst og er nú þrír til fjórir mánuðir í stað eins mánaðar eins og stefnt hefur verið að.

Umsóknum fjölgaði í vor, eftir að Alþingi samþykkti að hækka endurgreiðsluhlutfall vegna vinnu við endurbætur og viðhald á íbúðarhúsnæði úr 60 í 100% og bætti við nýjum verkefnum sem njóta endurgreiðslu. Breytingin var liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins. Umsóknirnar hafa síðan verið fleiri en á sama tíma undanfarin ár og eru nú orðnar um 23 þúsund í heild. Á sama tíma í fyrra höfðu liðlega 8.300 sótt um endurgreiðslu. Umsóknir eru því nærri þrefalt fleiri en á síðasta ári.

Ekki hefur áður verið endurgreiddur virðisaukaskattur vegna vinnu við bílaviðgerðir. Hafa 6.500 slíkar umsóknir borist, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert