Varar við fjársvikum á netinu

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum.
Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á Suðurnesjum hafa verið tilkynnt að undanförnu nokkur mál tengd fjársvikum á netinu. Hún segir svipaðri aðferð beitt í öllum tilvikum.

Hlutur er auglýstur til sölu á netinu og kaupandi leggur tiltekna fjárhæð inn á reikning svikarans en fær síðan aldrei umræddan hlut í hendurnar.

Þannig getur fólk orðið af miklum fjárhæðum. Lögreglan segir í tilkynningu að í einhverjum tilvikum hafi sami aðili orðið uppvís að svona svikum oftar en einu sinni.

Lögregla ráðleggur fólki að sýna varkárni í viðskiptum á netinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert