Grímuskylda í MR

Nemendum og starfsmönnum Menntaskólans í Reykjavík verður gert að bera …
Nemendum og starfsmönnum Menntaskólans í Reykjavík verður gert að bera grímu frá og með morgundeginum. mbl.is/Styrmir Kári

Nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum Menntaskólans í Reykjavík verður gert að vera með grímu frá og með morgundeginum. Skólinn mun útvega grímur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Elísabetu Siemsen, rektor MR, á vefsíðu skólans.

Skólahald verður áfram með óbreyttu sniði, þ.e. helmingur bekkja verður heima og hinn helmingurinn í skólanum. Þeir sem treysta sér ekki til að mæta í skólann hafa val um að stunda einungis fjarnám.

Þá verður mötuneyti skólans, Kakólandi, lokað tímabundið.

„Ekki gleyma því að okkur hefur tekist að standa þetta af okkur hingað til og með samvinnu allra tekst okkur vonandi að komast hjá smiti meðal nemenda og starfsmanna,“ skrifar Elísabet.

Grímuskyldu hefur einnig verið komið á í Háskólanum í Reykjavík og þá hefur Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hvatt nemendur og starfsmenn til að vera með grímur í byggingum skólans, þó að það sé ekki skylda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert