Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í nýju sveitarfélagi

Seyðisfjörður er eitt fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi sem hafa verið …
Seyðisfjörður er eitt fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi sem hafa verið sameinuð. Íbúar vildu í leiðbeinandi könnun notast við nafnið Múlaþing.

Sjálfstæðismenn eru stærsti flokkurinn í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi eftir sveitarstjórnarkosningar þar í gær. Höfðu íbúar kosið í leiðbeinandi nafnakönnun um nafnið Múlaþing fyrir sveitarfélagið, en um er að ræða sameinað sveitarfélag Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Borgarfjarðarhrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Fékk Sjálfstæðisflokkurinn 29% atkvæða og fjóra menn kjörna, en næst þar á eftir kom Austurlistinn með 27% og þrjá fulltrúa og Framsóknarflokkurinn með 19% og tvo fulltrúa. Samtals sitja 11 í sveitarstjórninni og geta Sjálfstæðismenn því skipað tveggja flokka meirihluta með annaðhvort Austurlistanum og Framsóknarflokki, en fyrir aðrar meirihlutamyndanir þyrfti allavega þrjá flokka.

Atkvæði féllu þannig:

B-listi Framsóknarflokks fékk 420 atkvæði (19%) og tvo fulltrúa kjörna.

D-listi Sjálfstæðisflokks fékk 641 atkvæði (29%) og fjóra fulltrúa kjörna.

L-listi Austurflokks fékk 596 atkvæði (27%) og þrjá fulltrúa kjörna.

M-listi Miðflokks fékk 240 atkvæði (11%) og einn fulltrúa kjörinn.

V-listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fékk 294 atkvæði (13%) og einn fulltrúa kjörinn.

Auðir kjörseðlar voru 35 og ógildir sjö.

Samtals greiddu 2.233 atkvæði, en á kjörskrá voru 3.519 og var kjörsókn því 63,5%.

Kjörsókn í Borgarfirði var 80%, á Djúpavogi 73,56%, á Seyðisfirði 72,51% og á Fljótsdalshéraði 59,89%.

Þau sem fengu kjör til sveitarstjórnar eru eftirfarandi:

D-listi Sjálfstæðisflokks
Gauti Jóhannesson
Berglind Harpa Svavarsdóttir
Elvar Snær Kristjánsson
Jakob Sigurðsson

L-listi Austurflokks
Hildur Þórisdóttir
Kristjana Sigurðardóttir
Eyþór Stefánsson

B-listi Framsóknarflokks
Stefán Bogi Sveinsson
Vilhjálmur Jónsson

M-listi Miðflokks
Þröstur Jónsson

V-listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Jódís Skúladóttir

Aðalmenn í heimastjórn eru eftirfarandi:

Borgarfjörður:

Alda Marin Kristinsdóttir (30 atkvæði)

Ólafur Arnar Hallgrímsson (27 atkvæði)

Seyðisfjörður:

Ólafur Sigurðsson (171 atkvæði)

Rúnar Gunnarsson (76 atkvæði)

Fljótsdalshérað:

Dagmar Ýr Stefánsdóttir (463 atkvæði)

Jóhann Gísli Jónasson (163 atkvæði)

Djúpivogur:

Kristján Ingimarsson (47 atkvæði)

Ingi Ragnarsson (41 atkvæði)

mbl.is

Bloggað um fréttina