Sóttkví Víðis tengist smiti á Rás 2

Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn er kominn í sóttkví. Tengist það smiti …
Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn er kominn í sóttkví. Tengist það smiti sem kom upp á Rás 2. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ástæða þess að Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, er kominn í sóttkví er smit sem kom upp hjá starfsmanni Rásar 2. Eru sex starfsmenn rásarinnar komnir í sóttkví auk einhverra viðmælenda, en Víðir var þar í viðtali í vikunni.

Frá þessu er greint á fréttavef Ríkisútvarpsins. Vísað er í póst frá Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra þar sem hann segir að unnið sé að smitrakningu og næstu skrefum í samvinnu með smitrakningarteyminu.

Haft er eftir Víði að tíminn sem hann hafi dvalið með þeim einstaklingi sem greindist smitaður hafi verið það langur að hann hafi sjálfur þurft að fara í sóttkví.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri upplýsti á upplýsingafundi almannavarna í dag að Víðir væri ekki með nein einkenni, en að í ljósi tímalengdar sem hann var í kringum umræddan starfsmann hefði þótt rétt að hann færi í sóttkví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert