Alma, Þórólfur og Sigríður fara yfir stöðuna

Alma Möller og Þórólfur Guðnason mæta á fundinn í dag.
Alma Möller og Þórólfur Guðnason mæta á fundinn í dag. Ljósmynd/Lögreglan

Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fara yfir stöðu mála á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag.

Fundurinn hefst sem fyrr klukkan 14 og er haldinn í Katrínartúni.

Í gær var tilkynnt um að 38 ný kórónuveirusmit hefðu greinst á laugardaginn.

Fregnir bárust af smiti á Landspítalanum og víðar í gær, auk þess sem nemendur, kennarar og annað starfsfólk í framhalds- og háskólum hafa verið hvött til að vera með grímur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert