Engar sannanir um mátt D-vítamíns gegn veirunni

Alma Möller landlæknir á upplýsingafundinum.
Alma Möller landlæknir á upplýsingafundinum. Ljósmynd/Lögreglan

D-vítamínskortur gerir okkur verr í stakk búin til að takast á við sýkingar og veikindi. Ekkert hefur þó komið fram um að inntaka D-vítamíns skipti auknu máli til að verjast kórónuveirunni. 

Þetta sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna.

„Það er mjög margt sem við vitum ekki og margt sem verið er að tala um. Það eina sem er fast í hendi er að borða hollan og næringarríkan mat og við sem hér búum að taka D-vítamín aukalega,“ sagði Alma.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði sömu umræðu hafa komið upp þegar svínaflensan var í gangi á sínum tíma. Hann sagði það hafa sýnt sig að taka þurfi töluvert mikið magn af D-vítamíni til að sjá árangur af einhverju marki gagnvart sýkingum.

Hann sagði umræðuna um D-vítamínið hafa dáið út, kannski af því að ekki hafi verið hægt að sanna tengslin betur. Núna virðist umræðan aftur vera að vakna.

Frá upplýsingafundinum í dag.
Frá upplýsingafundinum í dag. Ljósmynd/Lögreglan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert