Felldu 1.263 hreindýr

Hreindýr.
Hreindýr. mbl.is/Sigurður Bogi

Alls voru 1.263 hreindýr felld á veiðitímabili sumarsins, sem lauk í gær. Veiddar voru 745 kýr og 518 tarfar, eftir því sem ráða má af vef Umhverfisstofnunar.

Heimilt var að veiða 1.277 hreindýr, 757 kýr og 520 tarfa. Stóðu því út af kvótanum á miðnætti tólf kýr og tveir tarfar.

Hægt verður að veiða að nýju í nóvember, en frá 1. þess mánaðar til þess 20. er heimilt að veiða 48 kýr á svæðum átta og níu, í grennd við Hornafjörð.

mbl.is