Fyrirtæki spurð út í neyðarfjármagn

Viðhorf 56 fyrirtækja í ferðaþjónustu, meðal annars til aðgerða stjórnvalda, …
Viðhorf 56 fyrirtækja í ferðaþjónustu, meðal annars til aðgerða stjórnvalda, verða birt á morgun. mbl.is/Þorgeir

Niðurstöður könnunar um stöðu ferðaþjónustufyrirtækja í kjölfar faraldursins, frá 16. ágúst til 11. september, verða birtar á morgun, af því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Íslenska ferðaklasanum, sem framkvæmdi könnunina.

Fyrirtækin sem tóku þátt voru 56 talsins af 100 sem fengu könnunina senda og var því svarhlutfall 56%. Voru þátttakendur spurðir hvort fyrirtæki þurfi á neyðarfjármagni eða skammtímafjármagni að halda, til hvaða rekstrarlegu úrræða fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa gripið til.

Einnig var kannað hvaða aðgerðir stjórnvalda myndu koma fyrirtækjunum best auk skammtíma- og langtímaviðhorfa fyrirtækjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert