Fyrsti vetrarsnjórinn á Esjunni

Esjan var vetrarleg í morgun.
Esjan var vetrarleg í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrsti vetrarsnjórinn féll á Esjunni í nótt líkt og í fjöllum víða annars staðar á landinu. 

Að sögn veður­fræðings Veður­stofu Íslands hef­ur að mestu leyti éljað til fjalla. Á Sigluf­irði og Ólafs­firði snjóaði niður und­ir byggð í nótt. 

Áfram er spáð slyddu­skúr­um og élj­um á land­inu norðan­verðu að sögn veður­fræðings. Þá gránaði í fjöll suðvest­an­til á land­inu í nótt, meðal annars í Esjunni.

Að sögn veðurfræðings er jörð enn ekki frosin og því ætti snjó að leysa fljótt. Það mun þó ekki hlýna fyrr en í lok vikunnar, og því von á heldur haustlegu veðri í vikunni.

Vega­gerðin hef­ur varað við hálku eða hálku­blett­um á fjall­veg­um á Norður­landi sem og á Siglu­fjarðar­vegi um Al­menn­inga. Hálka er víða í ná­grenni við Mý­vatn, sem og á veg­in­um um Hófa­skarð. Á Hell­is­heiði er hálka og hita­stig um frost­mark. Á Vest­ur­landi og Vest­fjörðum er víða snjóþekja, hálka eða hálku­blett­ir. Ófært er um Hrafns­eyr­ar­heiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert