Geta tekið 2.000 sýni aukalega á morgun

Ljósmynd frá sýnatöku vegna COVID-19.
Ljósmynd frá sýnatöku vegna COVID-19. Ljósmynd/Landspítali

Á morgun getur heilsugæslan tekið allt að 2.000 sýni aukalega um fram hefðbundna sýnatöku og hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ákveðið að bjóða uppá fleiri tíma á www.heilsuvera.is í sýnatöku vegna COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Allir eiga því að geta fengið tíma en auðvitað erum við að nota sömu tilefni þ.e einkenni Covid eða að hafa verið útsettur fyrir Covid. Við getum tekið allt að 2000 sýni á morgun umfram hefðbundna sýnatöku“, segir í tilkynningu.

mbl.is