Grímunotkun ekki lagaskylda í skólum

Frá undirbúningsfundi almannavarna og Embætti landlæknis fyrir upplýsingafundinn í dag.
Frá undirbúningsfundi almannavarna og Embætti landlæknis fyrir upplýsingafundinn í dag. Ljósmynd/Lögreglan

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir fór yfir grímunotkun á upplýsingafundi almannavarna.

Hann sagði grímunotkun vera aðeins lagaskyldu í starfsemi sem krefst mikillar nálægðar og nefndi hann sem dæmi heilbrigðisþjónustu, hárgreiðslustofur, nuddstofur og almenningssamgöngur sem vara 30 mínútur eða lengur.

Hann sagði grímunotkun ekki vera skyldu í skólum og fyrirtækjum en þar geti aðilar krafist strangari notkunar. Þannig geti skólar sett fram skyldur og reglur um grímunotkun og ekki þurfi endilega sóttvarnatilmæli til.

Eins er mælt með grímum þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra regluna þar sem loftgæði eru ekki góð, þar á meðal listviðburðum.

Fólk á ferli með grímur í apríl síðastliðnum.
Fólk á ferli með grímur í apríl síðastliðnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is