Hvetja starfsmenn til að gæta sóttvarna

Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn og Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir á upplýsingafundi almannavarna. …
Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn og Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir á upplýsingafundi almannavarna. Hvatt er til þess að starfsmenn fyrirtækja og stofnanna gæti ýtrustu sóttvarna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetja starfsmenn fyrirtækja og stofnana til þess að gæta ýtrustu sóttvarna næstu daga. 

Hvatt er til þess að fyrirtæki og stofnanir skipti upp rýmum, að þeir starfsmenn sem geta sinnt fjarvinnu geri það og sameiginleg rými séu sótthreinsuð oft og vel. 

Fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum að mikilvægast sé þó að allir gæti að einstaklingsbundnum sóttvörnum, það er að starfsmenn þvoi og sótthreinsi hendur oft og tryggi að minnsta kosti eins metra fjarlægð. 

„Mikil reynsla hefur skapast hjá fyrirtækjum og stofnunum síðustu mánuði þegar staða sem þessi hefur komið upp og þekkingin er svo sannarlega til staðar,“ segir í tilkynningu. 

Á vef landlæknis og covid.is er að finna leiðbeiningar um hvernig haga ber sóttvörnum við þessar aðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert