Ísland komið yfir þröskuldinn í Bretlandi

Frá Heathrow-flugvelli í Bretlandi.
Frá Heathrow-flugvelli í Bretlandi. AFP

Íslendingar og Danir gætu þurft að fara í sóttkví í Bretlandi ætli þeir að ferðast þangað, vegna fjölgunar kórónuveirusmita.

Í Bretlandi miðast þröskuldurinn fyrir sóttkví við 20 smit á hverja 100 þúsund einstaklinga. Hér á landi var sjö daga hlutfallið 41 smit á hverja 100 þúsund íbúa og tvöfaldaðist á einum sólarhring eftir að hafa verið 19,3. Í Danmörku var hlutfallið 49,9 smit á hverja 100 þúsund íbúa.

The Telegraph greinir frá þessu en uppfærðar tölur breska samgönguráðuneytisins verða birtar á fimmtudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert