Lægstlaunaðir hækkuðu mest

Lífskjarasamningar undirritaðir hjá Ríkissáttasemjara.
Lífskjarasamningar undirritaðir hjá Ríkissáttasemjara. mbl.is/Hari

Lægstu launin hafa hækkað mest í kjarasamningalotunni 2019-2020, samkvæmt greiningu á þróun grunnlauna liðlega tíu þúsund launþega innan vébanda ASÍ.

Samkvæmt rannsókninni, sem gerð var af Kjaratölfræðinefnd, hafa markmið lífskjarasamninganna svonefndu því gengið eftir hvað launakjörin áhrærir.

Af gögnunum má ráða að hinir lægstlaunuðu hafi flestir fengið launahækkun á bilinu 11-21%. Hækkun fólks á hærri launum var almennt talsvert lægri, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert