Lýsa eftir Khedr fjölskyldunni

Egypsku börnin sem senda á úr landi. Þau hafa verið …
Egypsku börnin sem senda á úr landi. Þau hafa verið í felum ásamt fjölskyldu sinni. Ljósmynd/Sema Erla Serdar

Stoðdeild ríkislögreglustjóra óskar eftir upplýsingum um ferðir og dvalarstað Ibrahim Mahrous Ibrahim Khedr og Doaa Mohamed Mohamed Eldeib og fjórum börnum þeirra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stoðdeild ríkislögreglustjóra.

Til stóð að stoðdeild myndi fylgja fjölskyldunni úr landi þann 16. september síðastliðinn eftir úrskurð Útlendingastofnunar um frávísun frá Íslandi. Fjölskyldan var ekki á fyr­ir­framákveðnum stað þar stoðdeild hugðist fylgja því úr landi. Ekki er vitað um dval­arstað fólks­ins.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir fjölskyldunnar eða vita hvar hún er niðurkomin eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið stoddeild@logreglan.is.

Brottvísun fjölskyldunnar var mótmælt í síðustu viku. 

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is