Reyndist sviptur ökuréttindum eftir fyrri afskipti

Fimm ökumenn voru stöðvaðir grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Fimm ökumenn voru stöðvaðir grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. mbl.is/Árni Sæberg

Aðstoðar lögreglu var óskað í gærkvöldi vegna óvelkominna einstaklinga í stigahúsi fjölbýlishúss í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að voru einstaklingarnir allir farnir. 

Fram kemur í dagbók lögreglu að fimm ökumenn hafi í nótt og gærkvöldi verið stöðvaðir, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn ökumannanna reyndist sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu. Þá er farþegi í bifreiðinni grunaður um vörslu fíkniefna. 

Þá var óskað eftir aðstoðar lögreglu að hóteli í austurbæ Reykjavíkur, en í anddyri hótelsins var ölvaður einstaklingur til vandræða. Aðstoðar lögreglu var einnig óskað að veitingastað í miðborginni þar sem ölvaður einstaklingur var til vandræða og neitaði að yfirgefa staðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert